Topp 50

Það skiptir engu máli þótt út komi 800 bækur, 1000 bækur, 1500 bækur fyrir hver jól. Á endingu eru það bara 50 bækur sem komast á blað á metsölulista Morgunblaðsins.

Þegar hann var birtur fyrst í ár upp úr miðjum nóvember benti samsetning hans til þess að nýjustu atburðir í forlagsheimum hefðu haft áhrif á valdahlutföllin. Í stað þess að Edda útgáfa og JPV væru á tveggja turna tali sem heysáturnar fyrir neðan hefðu ekkert í var komin breiðsíða smárra og meðalstórra forlaga og risinn eini, Forlagið, rétt með helming bóka á lista. Ekki var hins vegar við öðru að búast en að auglýsingaþyngd og almennur skriðþungi hins sameinaða fyrirtækis myndi skila sér þegar nær drægi jólum og það varð raunin. Á síðasta lista var hlutfall Forlagsins komið upp í 27 bækur af 50. En þá eru eftir 23 sæti og þar er hin sameinaða bókaútgáfan, Bjartur/Veröld, búin að hreiðara um sig í skugga risans, með 8 titla. Síðan koma fastir áskrifendur á borð við Útkall en enn eina ferðina tekst Óttari Sveinssyni að mokselja bók eftir sig, ótrúlegur árangur það.

Síðan eiga útgáfur á borð við Skugga, Setberg, Sölku, Sögur, Uppheima, Skjaldborg, Hagkaup og Nýhil eina til tvær bækur þarna sem er svipað hlutfall og undanfarin ár.

Nú á fimmutdaginn kemur svo lokalistinn fyrir jól. Hann dregur upp endanlega mynd af því hvernig markaðsslagurinn þessi jólin hefur artað sig. Eitt árið birti Morgunblaðið 15 bóka lista í staðinn fyrir 10. Þeir listar voru miklu skemmtilegri því þá sá maður stærra hlutfall af heildarútgáfumagninu birtast í markaðsuppgjörinu. Vonandi taka Mbl. og Félagsvísindastofnun þann hátt upp að ári. Í staðinn fyrir topp 50 er þá kominn topp 75 sem segir miklu meira um raunveruleika bókaútgáfunnar þegar 800 til 1000 nýir titlar eru í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband