Bćkur vikunnar

Bćkur vikunnar eru án efa tvö eđlisólík rit sem óvćnt voru spyrt saman á vefsíđunni Múrinn: Stelpan frá Stokkseyri - Saga Margrétar Frímannsdóttur eftir Ţórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur (Hólar 2006) og Myndin af pabba - Saga Thelmu eftir Gerđi Kristnýju (Vaka-Helgafell/Edda 2005).

Undarlegt samband ţessara bóka fór raunar leynt ţangađ til ađ Björn Ingi Hrafnsson, höfundur bókanna Barist fyrir frelsinu (Vaka-Helgafell/Edda 2002) og Fram í sviđsljósiđ - Endurminningar Halldórs G. Björnssonar (Mál og menning/Edda 2001), dró ţađ fram í sviđsljósiđ og benti á hve skrítiđ ţađ vćri ađ heimfćra ćviminningar stjórnmálamanns upp á frásögn konu sem alla sína bernsku ţoldi kerfisbundna kynferđislega misnotkun og raunar einnig vćndissölu af hálfu föđur síns.

Ţetta er pólitískt mál ađ sjálfsögđu. Ţađ var hjólađ í Múrverjana á flokkspólitískum forsendum og ţannig spinnst umrćđan áfram. Máliđ er ţó líklegast fyrst og fremst kynjapólítískt, og umrćđuhefđ okkar virđist vanbúin til ađ takast á viđ slíkt.  Annars vegar er eins og fólk sé ekki í stakk búiđ til ađ átta sig á ađ frásögn Thelmu af lífshlaupi sínu og systra sinna er saga af valdmisbeitingu og blindu umhverfisins á hefđargildi ţess valds, vanburđi ţess til ađ draga vald fjölskylduföđursins í efa. Hins vegar er frásögn Margrétar af klassískum kynjaátökum međ sínum illhöndlanlegu eineltisstrúktúrum, mismunandi átakamenningu og erfiđleikum viđ ađ umkringja og einangra deiluefni eftir hvar í kyni er stađiđ afgreidd sem vćl eđa ţá glađhlakkalega sem réttlátur dómur yfir óvininum. Pólitíkin utan flokksmyndarinnar hverfur.

Ég hef áđur viđrađ ţađ hér á síđunni ađ bćkur séu firnasterkur fjölmiđill sem brjóti mót hefđbundinnar framsetningar á umfjöllunarefnum dćgurmiđla. Bók ţar sem reifuđ vćri stjórnmálasaga síđustu áratuga sem barátta um fjölskyldugerđir, kynjavald og sjálsákvörđunarrétt einstaklingsins andspćnis hefđum og fordómum: Er ekki kominn tími á ţannig rit?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband