Arnaldur međ tvćr á ţýska árslistanum

Ţýska bókabransablađiđ buchreport er frábćrlega duglegt í ađ búa til lista yfir öll sviđ ţýskrar bókaútgáfu. Listinn sem Der Spiegel birtir um bóksölu, eđa öllu heldur listarnir - ţví ađ erlendum siđ er sala almennra rita og skáldverka aldrei borin saman - er unninn af buchreport og sérstakur kiljulisti sem birtur er í sjónvarsdagskrárblađinu Gong er einnig unnin af buchreport. Um hver árámót tekur buchreport svo saman ítarlega árslista ţar sem 100 mest seldu bćkur í öllum fjórum flokkum skáldverka og almennra rita jafnt innbundinna sem í kilju er birtur auk ţess sem sérstakur forlagslisti er unninn sem sýnir hvađa forlög áttu flesta titla á topp 100 yfir mest seldu skáldverk.

Ţađ er mjög forvitnilegt ađ skođa ţessa lista og spá í hver ţróunin er á ţessum langstćrsta útflutningsmarkađi íslenskra bókmennta, og raunar öđrum stćrsta bókamarkađi heims og stćrsta ţýđingarmarkađi veraldar. Í skýrslu sem stofnun í fjolmiđlafrćđum viđ háskólann í Erlangen tók saman fyrir nokkrum árum um ţróun topp 100 listans í Ţýskalandi frá 7. áratugnum til upphafs 21. aldar komu fram mjög athyglisverđar niđurstöđur. Ţar sást glögglega hve stór hluti listans eru ţýđingar, um 60-70% ţegar allra mest er á tíunda áratug síđustu aldar. Ađ sjálfsögđu var mest ţýtt úr ensku en ţađ sem var einkum athyglisvert fyrir okkur var hlutdeild norrćnna bókmennta eftir miđjan tíunda áratuginn. Nćst á eftir enska málsvćđinu var norrćna málsvćđiđ stćrst, međ um tvo tugi titla á topp 100 ţegar mest var. Norrćnar bćkur náđu raunar yfirhöndinni yfir bćkur frá spćnskumćlandi löndum sem höfđu veriđ stćrsti flokkurin á hćla enskunni á níunda áratugnum ţegar suđuramerískir höfundar voru ţýddir á ţýsku í gríđ og erg.

Eins og Halldór Guđmundsson benti á í nýlegri grein í Nordisk literatur og raunar einnig í pistli í Fréttablađinu má ađ stórum hluta ţakka útflutningsárangur íslenskra bókmennta á síđustu árum ţessari ţróun. Nú eru hins vegar blikur á lofti, hlutdeild norrćnna bóka minnkar nokkuđ frá ţví sem áđur hefur veriđ og ţađ sem er líka athyglisvert er ađ ţýskir höfundar láta nú ć meira ađ sér kveđa og ná meiri árangri, sem er grundvallarbreyting frá ţví sem var fyrir um áratug síđan ţegar ţýskar bókmenntir virtust vera í útrýmingarhćttu.

Mest selda skáldsaga síđasta árs á ţýska málsvćđinu var Die Vermessung der Welt eftir Daniel Kehlmann, sem raunar kom út haustiđ 2005, en situr sem fastast í toppsćti listans og er raunar mest selda bókin í Ţýskalandi í augnablikinu. Bjartur á víst réttinn á henni og gćti vel hugsast ađ hún yrđi neon-bók nú í sumar. Ţetta er nokkuđ klassísk "ţekkingarskáldsaga" af evrópsku gerđinni, söguleg skáldsaga um vísindalega og menningarlega ţekkingu og tilurđ hennar međ hefđbundnum "hvađ ef?" snúningi og fjallar um ćviskeiđ tveggja mikilmenna Alexanders von Humbolts og Carl Friedrich Gauss sem voru upp á sitt besta á fyrri hluta 19. aldar.

Magnađasta forlag ţýska málsvćđisins er hiđ svissneska Diogenes forlag í Zürich sem eftir ađ hafa hvílt sig ađeins áriđ 2005 kemur nú sterkt inn og á 8 titla á topp 100 yfir mest seldu skáldverkin og ţar munar um ađ gamli góđi bestsellerinn Ilmurinn eftir Süskind seldist aftur í kjölfar bíómyndarinnar sem frumsýnd verđur hér í byrjun febrúar (mér var sagt hjá forlaginu ađ ţađ hefđu selst 30.000 eintök á viku) sem og verk Paolo Coehlos og Donnu Leon.

Arnaldur okkar Indriđason er eina íslenska nafniđ á ţessum listum, og ţarf kannski ekki ađ koma neinum á óvart. Hann á raunar enga bók á innbundna listanum yfir mest seldu skáldverkin en tvćr á kiljulistanum, Engelstimme eđa Röddina (44. sćti) og Menschensöhne eđa Synir duftsins (62. sćti). Manni finnst ţetta nćstum sjálfsagt en auđvitađ er ţetta massaárangur hjá okkar manni. Nćst er svo ađ taka stóra listann!

Sá norrćni höfundur sem mestrar hylli nýtur er ađ sjálfsögđu Mankell. Á innbundna listanum er hann í 15. sćti međ bókina um heila Kennedys. Nćsti norrćni höfundur á ţeim lista er síđan Ĺke Edwardsson í 73. sćti. Nćst kemur svo Finninn Ilkka Remes (sem sendi mér eitt sinn eitt furđulegasta kynningarbréf sem ég hef lesiđ) í 88. sćti og norski spútnikhöfundurinn Per Petterson međ sína stolnu klára í 93. sćti. Arne Dahl, dulnefni Svíans Jan Arnalds, lokar svo listanum í 100. sćti. Oft hafa Norđurlandabúarnir veriđ magnađri en ţetta. Stađan á kiljulistanum er hins vegar betri.

Af 10 mest seldu skáldsögunum í innbundinni mynd er 60% ţýtt og 40% ţýskt. Bandaríski krimmahöfundurinn Elizabeth George, sem harđir krimmalesendur hér ţekkja og hefur ritađ mikla seríu um lögreglumann sinn Thomas Lynley, er í 7. sćti. Cecilia Ahern, írska stjórnmáladóttirinn og chick-lit drottningin er í 6. sćti. Donna Leon međ sínar Brunetti-sögur frá Feneyjum er í 5. sćti og Frakkinn Francois Lelord er í 4. sćti međ ţýska ţýđingu á enn einni sögunni um stressađa sálfrćđinginn Hector, Le Nouveau Voyage d'Hector, ákaflega meginlandsleg skemmtisaga sem ég sći nú ekki alveg ganga í hérlenda lesendur, fremur en ţessi Hectorssería yfirleitt. Síđan er ţađ meistari Dan Brown í 9. og 10. sćti međ Engla og djöfla og Da Vinci lykilinn, en Da Vinci lykillinn er raunar mest selda kilja ţýska málsvćđisins á árinu 2006 (ţ.e. í Ţýskalandi, Austurríki og Sviss).

Ţjóđverjana á topp 10 ţekkir hér ekki nokkur kjaftur en mig langar ţó ađ minnast örfáum orđum á bókina sem er í 3. sćti, Glennkill eftir Leonie Swann. Ţađ er án efa frumlegasti krimmi sem ég hef lesiđ, bráđfyndin og mögnuđ bók sem fjallar um rannsókn írskrar kindahjarđar á morđi á sauđamanni sínum. Bókin kom út haustiđ 2005 og ţađ tók smá tíma fyrir hana ađ komast í umferđ, enda sjálfsagt einn klikkastađi söguţráđur sem sögur fara af, en hann gengur upp. Vel skrifuđ, meinfyndin og sniđug útfćrsla á klassísku efni. Ţetta var ţriđja mest selda innbundna skáldsaga ársins 2006 á ţýska málsvćđinu.

Das war's!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband