Íslensku árslistarnir

Ţá hafa Penninn/Eymundsson og Félagsvísindastofnun birt lista sína yfir bóksölu áriđ 2006. Eins og oft áđur eru listarnir nokkuđ ólíkir og endurspegla mismunandi neyslumynstur heilsárssölunnar og jólasölunnar. Megniđ af bókunum á lista Félagsvísindastofnunar kom út á haustmánuđum, en miklu stćrri hluti bókanna á Pennalistanum kom út á fyrri hluta ársins.

Stórmarkađsverslunin setur raunar svo mikinn svip á lista Félagsvísindastofnunar ađ mest selda bók á Íslandi er samkvćmt honum hin stórglćsilega eftirréttabók stórbakaranna Hafliđa, Jóa Fel og Ásgeirs Sandholt. Hér hitti Hagkaup naglann á höfuđiđ ţví síđasta Hagkaupsbók sem helguđ var grćnum réttum Sollu náđi ekki sama flugi. Ţessi markađsstefna Hagkaupa/Haga virđist ţví vera ađ ganga fullkomlega upp ţví svo virđist sem bókin sé ekkert sérstaklega mikiđ styrkt af heildsölum, ađ minnsta kosti er ţađ ekkert áberandi ţegar bókinni er flett. Ef kostnađur viđ útgáfu svona bókar er hins vegar tekinn saman og borinn saman viđ útsöluverđiđ, sem rétt slefar í 1500 kallinn, ţá getur vart veriđ ađ Hagkaup grćđi mikiđ á útgáfunni, en útbreiđslan og auglýsingin fyrir vörumerkiđ er ómetanleg.

Ég hef ekki fengiđ stađfest frá Högum hvađ bókin var prentuđ í stóru upplagi eđa hvađ hún seldist mikiđ, en ţađ vćri gaman ađ vita ţađ ţví Edda útgáfa hefur ekkert legiđ á ţví ađ upplagstölur Konungsbókar Arnaldar og Draumalands Andra Snćs eru 21 ţúsund annars vegar og 18 ţúsund hins vegar, hverjar svo sem nettótölurnar eru, en ţađ veit svo sem enginn enn ţar sem smásalar hafa ekki lokiđ skilum. Draumalandiđ var mest selda bókin í verslunum Pennans/Eymundssonar á árinu og er ţađ skiljanlegt í ljósi ţess ađ meginsala bókarinnar fór fram utan jólamarkađarins. Raunar virđist sem bókin hafa misst af hluta jólamarkađarins ţví hún var uppseld ţegar havaríiđ fór af stađ í byrjun nóvember og "viđhafnarútgáfa" bókarinnar, hin innbundna, tölusetta og áritađa extraútgáfa, kom síđan nokkuđ seint á markađ. Arnaldur heldur síđan sinni stöđu áfram sem hinn mikli metsöluhöfundur ţví Konungsbók virđist hafa selst íviđ betur en Vetrarborgin áriđ 2005 og nćstum ţví jafn mikiđ og Kleifarvatn áriđ áđur. Hrjúfar tungur sem mađur heyrir stundum skrafa um ađ nú sé komiđ ađ falli "konungsins" hafa ţví greinilega alls ekkert til síns máls.

Annars sýnir listi Félagsvísindastofnunar glöggt ađ stóru útgáfurnar tvćr, Edda og JPV, hafa algera yfirburđastöđu á markađnum. Á topp tíu eru ţćr međ sitt hvorar fjórar bćkurnar (ađ vísu er Edda međ fleiri á efri hluta listans) og sćtin tvö sem eftir eru skiptast á milli tveggja sterkra "útgáfu-branda": Hagkaupa og Útkalls. Af ţeim 50 sćtum sem eru á listanum er Edda međ 21 bók og JPV međ 16, samtals 37 titla. Ţeir 13 titlar sem eftir eru skiptast milli 9 útgefenda. Svona lítur listinn út:

  1. Edda útgáfa 21
  2. JPV útgáfa 16
  3. Bjartur 2
  4. Hólar 2
  5. Nýhil 2
  6. Útkall 2
  7. Hagkaup 1
  8. Setberg 1
  9. Skálholtsútgáfan 1
  10. Skrudda 1
  11. Veröld 1

Ţađ er gaman ađ skođa hlutfall bóka gefinna út 2006 miđađ viđ eldri "bakklistatitla". Af ţeim 21 titli sem kemur frá Eddu eru 6 titlar sem eru í raun "bakklistatitlar", titlar á borđ viđ Jólin koma (sem kom fyrst út áriđ 1932) eftir Jóhannes úr Kötlum, Vísnabókina (sem kom fyrst út áriđ 1946), Ísland, landiđ hlýja í norđri (sem kom fyrst út áriđ 1994) og Spámađurin (sem kom fyrst út áriđ 1927). Sálmabók íslensku kirkjunnar stendur svo á gömlum merg, en Guđbrandur gaf hana fyrst út á Hólum á níunda áratug 16. aldar auk ţess sem jólalög Setbergs sem Ólafur Gaukur valdi er eldri titill. Annađ á listanum er frumútgefiđ eđa ný kiljuútgáfa bóka síđasta árs á borđ viđ Flugdrekahlauparann og Vetrarborgina. Raunar slćđist inn á skáldverkalistann kiljuútgáfa sjálfshjálparbókarinnar Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, en hún er ekki skáldverk, heldur telst vera rit almenns efnis og er flokkuđ ţannig í Bókatíđindum. Sjálfsagt myndi ţađ breyta myndinni ađeins ef viđ sćjum hvađa bók kćmi inn neđan viđ Vetrarborg Arnaldar í 10 sćtiđ eđa hvar Munkurinn myndi lenda á almenna listanum.

Og kemur hér eitthvađ á óvart? Já, raunar. Ég hefđi fyrirfram ekki haldiđ ađ Reynir Traustason nćđi svo góđum árangri međ Ljósiđ í Djúpinu, en saga Rögnu talađi beint til ţjóđarsálarinnar og raunar án stórkostlegrar og brjálćđislegrar plöggherferđar á borđ viđ ţá sem Reynir setti af stađ ţegar hann gaf út Lindu og Sonju hér um áriđ. Nú sást hann varla í fjölmiđlum en bókin rann út af sjálfri sér nánast, ţetta var til ađ mynda eina bókin sem amma mín registrerađi um jólin. Stefán Máni skýst svo upp í efstu hćđir metsöluhöfunda međ Skipinu sem var vandlega orkestrerađ markađslega af JPV. Ţađ ber ađ horfa á ađ kilja Svarts á leik sem kom út fyrir tveimur árum fór víđa og ađ ţótt Stefán Máni hafi í raun hafiđ feril sinn sem ígrundandi skáldsaganahöfundur af listrćna taginu hefur almenningur einkum horft til hans sem tryllahöfundar. Nú uppsker hann sem slíkur, enda Skipiđ fáránlega spennandi bók, ţótt persónurnar verđi á stundum eilítiđ yfirdrifnar. Brandarabćkur Nýhils, Barkakýli úr tré eftir meistara Ţorstein Guđmundsson og Hannes: Nóttin er blá mamma "eftir" Óttar M. Norđfjörđ, eru síđan krydd í ţessa lista. Athygli vekur ađ Bjartur hefur oft veriđ fyrirferđarmeiri á lista Féló en nú, en á lista Pennans/Eymundssonar má sjá ađ heilsárssala ţar á bć er sterk ţar sem neon-bćkurnar virđast hafa stimplađ sig vel inn.

Nýliđar ársins? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er eini "nýliđinn" á topp 10. Sif Sigmarsdóttir, höfundur Ég er ekki dramadrottning og bókaútgefandi, er einnig nýliđi en ţá er ţađ í raun upp taliđ. Stefán Máni, Andri Snćr og Auđur Jónsdóttir tilheyra kynslóđ rithöfunda sem virđist nú hafa skapađ sér pláss og fyrirferđ og mun án efa gefa tóninn á nćstu árum í bókmenntum okkar og bókaútgáfu. Arnaldur, Ólafur Jóhann, Kristín Gunnarsdóttir og Bragi Ólafsson eru ađ uppskera hvert á sinn hátt. Á sviđi "non-fiksjónar" eru ćvisagnaritararnir og bókmenntaverđlaunahafarnir Halldór Guđmundsson og Sigríđur Dúna Kristmundsdóttir ađ feta áfram sínar brautir og ţađ sama má segja um Guđna Th. Jóhannsesson.

Ţađ er síđan magnađ ađ sjá hér höfund međ tvćr bćkur sem sjaldan er í umrćđunni, ţótt hann sé í raun einn mesti metsöluhöfundur ţessa lands: Sigurgeir Sigurjónsson. Lost in Iceland hefur veriđ á ţessum heilsárslista síđan hún kom út áriđ 2002. Ísland landiđ hlýja í norđri sem til er á 14 tungumálum og hefur veriđ á markađi frá ţví áriđ 1994 ađ fyrstu fjögur tungumálin komu út er áreiđanlega einn mest seldi titill Íslandssögunnar, en um 100.000 eintök hafa nú veriđ seld af henni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband