Níve í Kyrrahafi

Einhver sagði mér að sérstök bloggsíða hefði verið stofnuð til höfuðs málvillum og ambögum á mbl.is. Það er rosalega leiðinlegt að vera nöldrari en ég ákaflega erfitt með að sjá enska stafsetningu á Kyrrahafsríkjum, vegna þess að okkur ber að venja okkur á að rita nöfn þessara ríkja, sem eiga það sameiginlegt með okkur að vera eyríki, upp á íslenska venju.

Niue heitir Níve á íslensku í leiðbeinandi lista utanríkisráðuneyti og íslenskrar málnefndar. Ég vona svo að menn hætti líka að skrifa Palau í staðinn fyrir Palá, Tokelau í staðinn fyrir Tokelá, Tuvalu í staðinn fyrir Túvalú og svo framvegis. Þess ber að geta að helsta útflutningsafurð síðastnefnda landsins er lénið tv. Niue er raunar ekki alveg sjálfstætt því það er sjálfsstjórnarsvæði undir vernd Nýja-Sjálands.

En það er ánægjulegt að börn þessa fátæka lands sem er rúið öllum sínum náttúruverðmætum vegna þess að þeim var mokað burt af námufyrirtækjum án þess að nokkuð sæti eftir annað en "afleidd störf" fái nú tækniaðstoð.


mbl.is Öll börn á Niue fá fartölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband